fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Þess vegna er miðdegislúr hollur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. október 2018 13:30

Ætli hún sofi nóg?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ein(n) af þeim sem fær sér miðdegislúr þá er það hið besta mál og bara hollt og gott. ”Maður hleður batteríin. Einbeiting og viðbrögð verða betri. Maður virkar einfaldlega betra og manni líður betur.” Hefur Alt for damerne eftir Børge Sivertsen, hjá norsku lýðheilsustofnuninni en hann rannsakar svefn.

En þetta þýðir þó ekki að maður eigi bara að henda sér út af daglega án nokkurrar umhugsunar því það er ekki gott að fá sér miðdegislúr ef maður á erfitt með svefn á nóttunni. Þá er heldur ekki gott að sofa of lengi. Best er ef lúrinn varir í 15 til 20 mínútur en 5 til 10 mínútur eru betri en ekkert. Ef lúrinn er lengri en 30 mínútur tekur djúpur svefn við og hann stelur frá nætursvefninum.

Það er líka mikilvægt að hugleiða hvenær dags lúrinn er tekinn. 20 mínútna lúr um hádegið er bestur og telur Sivertsen að hann geri svo mikið gagn að hann vill að fólk fái sér slíkan lúr í vinnunni.

Slíkur lúr gefur ekki aðeins heilanum nýja orku heldur getur hann einnig komið í veg fyrir stress.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga