fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Lykillinn að hamingjusömu hjónabandi: Sofið nakin!

Ritstjórn Pressunnar
Sunnudaginn 14. október 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyndarmálið á bak við hamingjusamt hjónaband er að sofa nakin(n). Fólk sem sefur nakið á í ánægjulegustu ástarsamböndunum. Þetta eru að minnsta kosti niðurstöður nýrrar könnunar en einnig kom fram í henni að fólki mislíkar sumar venjur makans í svefnherberginu, eins og að vera í sokkum uppi í rúmi.

Af þeim 1.004 Bretum sem voru spurðir um svefnvenjur kom í ljós að 57 prósent þeirra sem sofa naktir eru í hamingjusömum samböndum en til samanburðar eru 48 prósent þeirra sem sofa í náttfötum í hamingjusömum samböndum og 43 prósent þeirra sem sofa í náttkjólum eru í hamingjusömum samböndum.

Könnun var gerð fyrir fyrirtækið Cotton USA árið 2014 og eru niðurstöðurnar örugglega ánægjuefni fyrir marga, fjórir af hverjum tíu sofa naktir og 45 prósent fólks eldri en 55 ára sefur nakið. Það má kannski færa rök fyrir að fólk á þeim aldri hafi frekar tækifæri til að sofa nakið því börnin eru líklega oft flogin úr hreiðrinu þegar foreldrarnir komast á þennan aldur.

Stephanie Thiers-Ratcliffe hjá Cotton USA segir að það séu mörg atriði sem geta haft áhrif á hvernig sambönd fólks ganga fyrir sig. Eitt atriði sem oft gleymist sé umhverfið í svefnherberginu. Sængurfatnaður geti verið mjög mjúkur og farið vel með húðina sem hvetur fólk til að vera opið og náið og það leiðir til meiri hamingju.

Í könnuninni kom einnig fram að ýmis hegðun fólks í svefnherberginu hefur áhrif á hamingjuna í samböndunum. Helmingur fólks er ósáttur við að makinn borði upp í rúmi, 59 prósentum mislíkar skítug gólf og 23 prósentum fólks er illa við að makinn sé í sokkum uppi í rúmi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti