fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
Fréttir

Manni bjargað úr sjó við Húsavík – Féll af fallhlífarbretti og fór úr axlarlið

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. september 2018 21:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 19:48 barst lögreglunni á Húsavík tilkynning um að maður væri í sjónum í Eyvík, út af Höfðagerðissandi um fimm kílómetrum norðan við Húsavík.

Ekki var á þeirri stundu vitað hvernig maðurinn komst þangað né hvers vegna hann var í sjónum en ljóst að skjótrar aðstoðar væri þörf. Lögreglumenn fóru á staðinn, ásamt sjúkraliði og björgunarsveitinni Garðar, meðal annars var sjóflokkur sveitarinnar kallaður út. Björgunarbáturinn Jón Kjartansson fór á staðinn, frá Húsavík og 27 mínútum eftir að útkallið barst hafði manninum verið bjargað um borð, heilum á húfi.

Maðurinn hafði verið á fallhlífarbretti og við leik í öldunum utan við Höfðagerðissand /Eyvíkurfjöru en hafði fallið af brettinu og farið úr axlarlið og gat ekki bjargað sér til lands. Rak manninn því frá landi sökum vinds, en allhvöss suðvestanátt var á staðnum og að verða myrkur en til mannsins sást í ljósum frá landi og vel gekk að leiðbeina áhöfn Jóns Kjartanssonar á staðinn. Maðurinn var fluttur með björgunarbátnum til Húsavíkur og síðan til aðhlynningar á Heilbrigðissstofnun Norðurlands á Húsavík. Lögreglan á Húsavík vill koma á framfæri kæru þakklæti til viðbragðsaðila fyrir skjót viðbrögð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Í gær

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu

Tölvuþrjótum tókst að afrita gögn – Hafa ekki birt þau eða hótað birtingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margeir og Kitty til liðs við KAPP

Margeir og Kitty til liðs við KAPP
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax

Bjóða fasteignaeigendum að fá heilt ár af leigutekjum greitt út strax