fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Óþefur í úthverfi: Hundrað lík í flutningabíl

Ritstjórn Pressunnar
Þriðjudaginn 18. september 2018 15:50

Lögreglumenn að störfum í Mexíkó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íbúar í úthverfi Guadalajara í Mexíkó kvörtuðu til yfirvalda á dögunum vegna óþefjar sem lagði frá flutningabíl skammt frá. Í ljós kom að í flutningabílnum voru lík um það bil hundrað einstaklinga.

Reglulega hefur verið fjallað um illvirki eiturlyfjagengja í Mexíkó en annað var þó uppi á teningnum í þessu tiltekna tilviki. Staðreyndin er engu að síður sú að grafreitir og líkhús borgarinnar hafa verið yfir sig full að undanförnu, meðal annars vegna ofbeldisöldu þar sem fjölmargir hafa verið myrtir.

Þess vegna, að sögn Guardian, var brugðið á það ráð að koma líkunum fyrir í flutningabíl. Þetta fór fyrir brjóstið á mörgum íbúum sem kvörtuðu undan flugum og miklum óþef frá bílnum. „Það eru mörg börn í þessu hverfi og við gætum öll orðið veik,“ segir José Luis Tovar, íbúi í hverfinu.

Bíllinn hefur nú verið fluttur annað, í iðnaðarhverfi skammt frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 6 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru