fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Sjálfsfróun verður um 100 Þjóðverjum að bana árlega

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 10:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á hverju ári látast um 100 manns í Þýskalandi við það að stunda sjálfsfróun. Fólkið stundar það sem nefnt hefur verið „öfgafull“ sjálfsfróun en algengasta dánarorsökin er köfnun. Að jafnaði er sjálfsfróun ekki hættuleg en þegar fólk leitar að „flóknari“ nautn getur sjálfsfróunin orðið hættuleg, beinlínis lífshættuleg eins og dæmin sanna.

The Local hefur eftir Harald Voss, réttarmeinafræðingi, að ein algengasta dánarorsökin við sjálfsfróun sé af völdum súrefnisskorts en þá er fólk að reyna að auka nautn sína með því að þrengja að öndunarfærunum.

Haft er eftir honum að árlega látist 80 til 100 manns í óhöppum sem tengjast sjálfsfróun. Nokkur óvissa er þó um fjöldann að hans sögn því mörg málanna eru hjúpuð leynd því ættingar fjarlægja muni og breyta vettvangi andláts þar sem þeir skammast sín fyrir dánarorsökina.

Hann nefndi semdæmi konu sem fann lífvana son sinn sem var með jólaseríu fasta við geirvörtur sínar. Hún fjarlægði seríuna áður en sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Hún skýrði lögreglunni þó síðar frá hvernig vettvangurinn leit út í upphafi. Dánarorsökin var að sonur hennar fékk rafstuð frá jólaseríunni sem hann notaði til að auka „unað“ sinn við sjálfsfróun.

Annað mál sem hann nefndi var að karlmaður frá Hamborg kafnaði eftir að hann hafði þakið líkama sinn með ostsneiðum og síðan farið í sokkabuxur, regnjaka og kafarabúning áður en hann settist fyrir framan heitan ofn með plastpoka yfir höfðinu.

Frá 1983 til 2003 rannsökuðu réttarmeinafræðingar í Hamborg 40 mál sem þessi en í öllum málunum voru hinir látnu piltar og karlmenn á aldrinum 13 til 79 ára.

Voss sagði að dánartíðnin við sjálfsfróun væri mun lægri hjá konum þar sem þær séu varfærnari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi