fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

SETI hefur numið 72 merki frá fjarlægri vetrarbraut – Útiloka ekki að þau séu frá vitsmunaverum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 12. september 2018 22:00

Andromeda vetrarbrautin. Mynd:NASA, ESA, J. DALCANTON, B.F. WILLIAMS, AND L.C. JOHNSON (UNIVERSITY OF WASHINGTON), THE PHAT TEAM, OG R. GENDLER

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hjá SETI (Search for Extraterrestrial Intelligence) hafa numið 72 dularfull merki frá fjarlægri vetrarbraut. Þetta gerðu þeir með því að nota gervigreind. Merkin bárust frá dvergvetrarbraut í um þriggja milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni.

Merkin uppgötvuðust þegar verið var að fara yfir 400 terabæti af útvarpsmerkjum frá vetrarbrautinni. Gervigreind var notuð við yfirferð gagnanna en sú tækni er notuð til að fara yfir stór gagnasöfn í leit að óvenjulegu mynstri eða öðru óvenjulegu.

Merkin sem voru numin, svokallaðar hraðar útvarpsbylgjur (fast radio bursts (FRBs), eru skær og stutt merki. Þau voru uppgötvuð 2007 og eru talin koma frá fjarlægum vetrarbrautum en enn er ekki vitað hvað veldur þeim.

Sky segir að samkvæmt því sem SETI segi þá sé ekki vitað hver upptök þessara merkja séu.

„Það eru margar kenningar, þar á meðal að þetta geti verið frá tækni þróaðri af vitsmunaverum utan jarðarinnar.“

Á síðasta ári vörpuðu vísindamenn við Harvard háskólann fram þeirri hugmynd að FRBs gætu verið merki frá orkuleka frá öflugum sendum sem vitsmunaverur utan jarðarinnar hafi smíðað til að nota í risastórum geimskipum með létt segl sem fari í langar geimferðir. Létt segl myndi nota smáhluta af þrýstingi, sem kemur frá birtu, til að mynda litla en stöðuga hröðun sem myndi gera geimskipinu kleift að ná miklum hraða.

Niðurstöður rannsóknar SETI hafa verið samþykktar til birtingar í vísindaritinu Astrophysical Journal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana