fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Hlynur: „Hæ! Veikleiki er val“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 19. október 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta segir Hlynur Kristinn Rúnarsson undir mynd sem hann birti á Facebook. Hlynur var handtekinn ásamt kærustu sinni í borginni Fortaleza í Brasilíu með mikið magn af kókaíni undir lok síðasta árs. Lýsti Hlynur skelfilegum aðstæðum í fangelsinu og var þungt í honum hljóðið. Hann var látinn sofa á hlandblautu gólfi og heyrði ekki í fjölskyldunni í tvo mánuði.

„Hér eru ekki mannréttindi. Hér eru fangar sem ekki er búið að sanna neitt á, saklaust fólk sem er komið fram við eins og villidýr.“

Nú virðist vera að rofa til hjá Hlyni en á öðrum stað á samskiptamiðlinum birtir hann hvatningarmyndband og skilaboð Hlyns eru einföld: „Hafðu trú á sjálfum þér.“

Þar er vitnað í Muhammed Ali:

„Í gærkvöldi slökkti ég ljósin í herberginu áður en ég fór að sofa. Ég ýtti á takkann og var lagstur í rúmið áður en herbergið var myrkvað.“

Og einnig er vitnað í kvikmyndina Rocky en í lauslegri þýðingu segir:

„Ég ætla að segja þér eitt sem þú veist kannski nú þegar. Heimurinn er ekki bara eilíft sólskin og regnbogar. Heimurinn er grimmur staður og það skiptir engu máli hversu sterkur þú ert, hann mun slá þig niður af krafti og halda þér þar ef þú gerir ekkert í málunum. Hvorki, þú ég eða nokkur annar mun slá eins þungu höggi og lífið sjálft, en þetta snýst ekki um hversu fast þú getur slegið, heldur hversu þungu höggi þú getur tekið og samt fikrað þig áfram.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Kn6bJLQjqAE&w=640&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“

Kristjáni blöskraði útfararkostnaður og skrifaði bók – „Hvernig höndlum við dauðann?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“

Kemur umdeildri leiksýningu í Borgarleikhúsinu til varnar – „Eitt af verkefnum listarinnar er að losa sig undan oki tímans“
Fókus
Fyrir 4 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“

Augnlæknar nefna það sem þeir myndu aldrei gera: „Nudda augun“