fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu funda í september – Mikil þíða í samskiptum ríkjanna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 20:30

Kim Jong-un og Moon Jae-in leiðtogar Kóreuríkjanna hittust fyrir nokkrum árum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðtogar Suður- og Norður-Kóreu, Moon Jae-in og Kim Jong-un, ætla að hittast í Pyongyang í Norður-Kóreu í næsta mánuði til að ræða málefni ríkjanna. Á laugardaginn hefjast Asíuleikarnir í Indónesíu og munu lið Kóreuríkjanna ganga þar saman inn og ríkin senda sameiginleg lið til keppni í nokkrum greinum. Það virðist því sem samskipti ríkjanna fari stöðugt batnandi.

Ráðherrar frá báðum ríkjum funduðu í landamærabænum Panmunjom á mánudaginn og voru ýmis mál á dagskrá en leiðtogafundurinn var óneitanlega stærsta málið. Rætt var um Asíuleikana og að leyfa fjölskyldum, sem eru aðskildar vegna Kóreustríðsins, að hittast.

Leiðtogafundurinn hefur ekki verið dagsettur en þétt dagskrá er hjá báðum leiðtogunum og ekki er víst að undirbúningur fundarins muni ganga snurðulaust fyrir sig. Cho Myoung-gyon, ráðherra sameiningarmála í Suður-Kóreu, segir að það séu ákveðnar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en af fundinum getur orðið. Kjarnorkumálin eru ein þessarra hindrana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi