fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Gjörbreytt pólitísk staða í Þýskalandi – Nýtt afl á vinstri vængnum sækir í sig veðrið – Boðar nýja stefnu í innflytjendamálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef kosið yrði til þings í Þýskalandi í dag myndi hin pólitíska staða gjörbreytast. Ríkisstjórnin myndi ekki hafa meirihluta og Alternative für Deutschland (AfD) myndi auka fylgi sitt mikið. Þá er nýtt afl í burðarliðnum á vinstri vængnum. Afl sem er ekki hlynnt opnum landamærum eins og aðrir vinstri flokkar í landinu.

Í nýrri skoðanakönnum á vegum sjónvarpsstöðvarinnar ARD sögðust 17 prósent aðspurðra myndu kjósa AfD ef kosið væri í dag. Þetta er mesta fylgi, sem þessi 5 ára gamli flokkur, hefur mælst með frá stofnun. Hann fékk þingmenn kjörna í kosningunum á síðasta ári en þá hlaut flokkurinn 12,6 prósent atkvæða.

Elsti flokkur landsins, SPD (sem er jafnaðarmannaflokkur), mælist með stuðning 18 prósenta kjósenda en fylgi flokksins hefur aldrei mælst minna síðan ARD hóf mælingar. Kristilegu íhaldsflokkarnir CDU og CSU mælast með 29 prósenta fylgi samanlagt og hafa aldrei mælst með minna fylgi.

Þetta þýðir að hinir hefðbundnu stóru stjórnmálaflokkar gætu ekki myndað meirihluta á þingi ef kosið væri í dag en þeir njóta nú aðeins stuðnings 47 prósenta kjósenda.

Það virðist því sem þær miklu pólitísku breytingar sem hafa orðið og eru að verða í Evrópu séu nú farnar að brjótast fram í Þýskalandi.

Fyrr í sumar var heitasta pólitíska málið í Þýskalandi deilur Angelu Merkel, kanslara, og Horst Seehofer, innanríkisráðherra, um málefni flóttamanna og stefnuna í málaflokknum. Seehofer vildi að Þjóðverjar myndu herða reglurnar upp á eigin spýtur en Merkel vildi finna lausn í samstarfi við önnur aðildarríki ESB. En samkvæmt könnun ARD þá hafa kjósendur ekki mestan áhuga á málefnum flóttamanna því heilbrigðismál eiga hug þeirra en 69 prósent nefndu það sem mikilvægasta málið.

Í öðru sæti eru eftirlauna- og félagsmál en 64 prósent kjósenda nefndu þau til sögunnar og 55 prósent nefndu aðgerðir gegn afbrotum. Þar næst komu málefni flóttamanna sem 39 prósent nefndu.

Ný hreyfing á vinstri vængnum

Þrátt fyrir að aðeins 39 prósent hafi nefnt málefni flóttamanna sem mikilvægasta pólitíska málefnið þessa dagana þá eru málefni flóttamanna grunnur nýrrar hreyfingar á vinstri vængnum. Stofnandi hennar er Sahra Wagenknecht sem var áður ein af forystumönum vinstri flokksins Die Linke.

Hún átti ekki samleið með flokksforystunni hvað varðar stefnuna í málefnum innflytjenda og flóttamanna. Forysta flokksins vill hafa landamæri Þýskalands opin en Wagenknecht telur að kjósendur flokksins telji þá stefnu ekki samræmast óskum þeirra.

Nýja hreyfingin mun að sögn hennar standa fyrir sterkri félagslegri stefnu og harðri stefnu í málefnum flóttamanna og innflytjenda. Hreyfingin hefur átt í samskiptum við stuðningsmenn Bernie Sanders sem atti kappi við Hillary Clinton um að vera forsetaframbjóðandi demókrata 2016.

Í samtali við Der Spiegel sagði Wagenknecht:

„Opin landamæri gagnast ekki þeim fátækustu því þeir hafa engan möguleika á að fara að heiman. Við berjumst ekki gegn fátækt í þróunarríkjunum með því að fá millistéttina þeirra til Evrópu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks