fbpx
Föstudagur 12.september 2025
Fókus

Kom í heiminn í sigurkufli

Það að fæðast í belgnum hefur löngum verið talið gæfumerki

Kristín Clausen
Mánudaginn 26. september 2016 18:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband sem sýnir afar sjaldgæfa sjón, þegar barn kemur í heiminn í sigurkufli, fer nú eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Barnið kom í heiminn með aðstoð lækna í keisaraskurði en líkt og sjá má helst belgurinn órofinn þar til það er alveg komið úr kvið móðurinnar. En þá gerir læknirinn gat á belginn svo hann geti lagt barnið á bringu móðurinnar.

Barnið fæddist í september en það voru samtökin Birth Without Fear, sem fékk leyfi frá foreldrum þess að birta hið stórmerkilega augnablik á Facebook síðu sinni.

Skiptir skoðanir eru um líðan barnsins í sigurkuflinum. Á meðan margir segja fæðinguna eitt undrum lífsins þá vilja aðrir meina að barnið sé grátandi inn í belgnum.

Fósturhimnan eða líknarbelgurinn er belgur sem umlykur fóstur ásamt legvatni í móðurkviði. Við fæðingu rofnar belgurinn yfirleitt og kemur út ásamt fylgjunni eftir að barnið er fætt.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=yJL2_72g0Y4&w=640&h=360]

Á Vísindavefnum segir að stundum gerist það þó að barnið er enn í líknarbelgnum þegar það fæðist, ýmist að hluta til eða umlukið honum.

Það að fæðast í sigurkufli hefur löngum verið talið gæfumerki víða um heim. Sumstaðar hefur það einnig verið álitið forboði skyggnigáfu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum

Lepur ekki dauðann úr skel – Mánaðartekjur Spelling afhjúpaðar í skilnaðarpappírum
Fókus
Í gær

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu

Viagra töflur kærastans hverfa en ekkert bólar á áhrifunum í svefnherberginu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina

Eiginmaðurinn í Coldplay-skandalnum rýfur þögnina
Fókus
Fyrir 2 dögum

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara

RÚV staðfestir þátttöku í Eurovision 2026 með fyrirvara
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla

„Ég er ekki fullkominn“ – Frásögn sem er persónuleg, falleg og einlæg og skyldulesning fyrir alla
Fókus
Fyrir 3 dögum

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku

Næsti kafli björtustu stjörnu Íslands: Kvikmynd, vínyll og ný plata á ensku