fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Pressan

Hann er loksins runninn upp – Dagurinn sem Englendingar hafa beðið eftir í 10.234 daga

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 12:22

Frá Lundúnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Milljónir Englendinga eru nánast að fara á taugum þessa stundina enda er runninn upp merkisdagur í sögu þjóðarinnar, dagur sem beðið hefur verið eftir í hvorki meira né minna en 10.234 daga. Segja má að algjört æði sé í landinu og gríðarlega spenna í loftinu fyrir leik Englands og Króatíu í undanúrslitum HM í knattspyrnu í kvöld.

10.234 dagar eru síðan Englendingar léku síðast til undanúrslita á HM. Reiknað er með að þjóðlífið muni meira og minna lamast í kvöld og að um 30 milljónir manna muni setjast við sjónvarpið til að horfa á Harry Kane og félaga hans etja kappi við Króata.

Margir mættu í landsliðstreyjum til vinnu eða í skóla í morgun en aðrir eru í happasokkunum sínum, nú eða happanærbuxunum eða happabrjóstahöldurunum. Allt í þeirri von að England vinni leikinn.

Gareth Southgate, þjálfari liðsins, hefur svo sannarlega heillað þjóðina og mikil sala er á vestum á borð við þau sem hann klæðist jafnan á leikdögum. Þá hefur bar verið skírður í höfuð honum sem og neðanjarðarlestarstöð í Lundúnum. Barir verða að sjálfsögðu opnir í kvöld og sýna leikinn en reiknað er með að þeir selji 20 milljónir bjórglasa (pint) í kvöld. Þá eru ótaldir allir þeir sem eru komnir til Moskvu í þeirri von að ná sér í miða á leikinn.

52 ár eru síðan England sigraði í keppninni og því vona margir að nú sé stundin loksins runnin upp á nýjan leik. En fyrst þarf að sigrast á Króötum og síðan Frökkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks