fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Erdogan sigraði í forsetakosningunum í Tyrklandi – Verður nánast einvaldur

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. júní 2018 03:03

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Tayyip Erdogan sigraði í forsetakosningunum í Tyrklandi í gær en hann hlaut rúmlega helming atkvæða að sögn kjörstjórnar og því þarf ekki að viðhafa aðra umferð í forsetakjörinu. Kjörstjórnin sagði ekki hversu hátt hlutfall atkvæða Erdogan hefði fengið en ríkisfréttastofan Anadolu segir að hann hafi fengið 52,5 prósent atkvæða. Helsti keppinautur hans, Muharrem Ince, var sagður hafa fengið 31,7 prósent.

Erdogan hefur verið forseti síðan 2014. Hann var nú endurkjörinn forseti til fimm ára og verður nánast einvaldur í landinu. Tyrkir samþykktu naumlega í þjóðaratkvæðagreiðslu á síðasta ári að auka völd forsetans. Embætti forsætisráðherra verður nú lagt niður, forsetinn mun skipa ríkisstjórn, hann fær heimild til að leysa þingið upp og frá störfum og hann mun skipa dómara og fleiri opinbera starfsmenn í embætti.

Muharrem Ince segir að þörf sé á að láta síðari umferð forsetakosninganna fara fram en Erdogan lýsti sjálfan sig sigurvegara skömmu eftir lokun kjörstaða. Talsmaður stjórnarandstöðuflokksins CHP Bülent Tezcan sagði í gærkvöldi að talning úr 10.000 kjörkössum sýndi að Erdogan hefði fengið 46 prósent atkvæða og því þyrfti að kjósa aftur milli tveggja efstu frambjóðendanna.

Kjörstjórn staðfesti í nótt að HDP flokkurinn, sem er hliðhollur Kúrdum, hefði hlotið meira en 10 prósent atkvæða í þingkosningunum og fá því þingmenn kjörna en Tyrkir kusu einnig til þings í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks