fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Fann illkynja æxli í hálsi 6 ára systur sinnar í skrímslaleik

„Heimurinn hrundi algjörlega þegar við fengum þessar fréttir“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 11. ágúst 2016 21:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára drengur bjargaði lífi systur sinnar með því að koma auga á æxli í hálsi stúlkunnar þegar þau voru í svokölluðum skrímslaleik sem gengur út á að kitla hvort annað.

Atvikið átti sér stað í lok júní. Í einu hláturskastinu sá drengurinn beint ofan í hálsinn á systur sinni og tók eftir einhverju undarlegu. Hann lét móður þeirra strax vita sem fór beint með stúlkuna á bráðamóttöku.

Á þeim tímapunkti fór atburðarrás í gang sem sér enn ekki fyrir endann á. Eftir að þau komu á sjúkrahúsið fengu þau viðtal hjá sérfræðingi sem tók sýni og greindi í framhaldinu stúlkuna, sem heitir Amy, með illkynja æxli í mjúkvef, öðru nafni rhabdomysosarcoma, sem er mjög sjaldgæf tegund af krabbameini.

Þar sem meinið er svo sjaldgæft þarf Amy að ferðast til Bandaríkjanna þar sem hún fer í sérhæfða geislameðferð. Hún hefur nú þegar farið í einn uppskurð þar sem hluti æxlisins var fjarlægður.

„Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá þykkildið í hálsi Amyar var að þetta væri æxli. Frændi minn lést nýlega úr krabbameini og pabbi minn hefur líka fengið krabbamein svo ég hugsa mikið út í þennan illvíga sjúkdóm.“ Þetta segir Carly móðir barnanna og bætir við.

„Sem móðir ákvað ég að taka enga sénsa og fór beint með hana á spítalann. Ég var með stóran hnút í maganum en tókst samt að halda andliti fyrir krakkana. Ég fann bara á mér að það væri eitthvað mikið að.“

Móðir hennar vissi strax að þetta væri hættulegt
Hér má sjá æxlið í munni Amy Móðir hennar vissi strax að þetta væri hættulegt

Núna er Amy, sem er 6 ára, í stífri lyfjameðferð en hún þarf að vera búin með níu lyfjakúra áður en hún fer til Bandaríkjanna í lok ágúst. Móðir hennar hefur miklar áhyggjur af veikindum dóttur sinnar en er þó handviss að hún eigi eftir að fá fullan bata.

„Heimurinn hrundi algjörlega þegar við fengum þessar fréttir. Hún er búin að standa sig svo vel og sýnir ótrúlegan styrk í öllu þessu ferli.“

Þau hafa staðið þétt saman síðustu vikurnar
Samrýmd systkini Þau hafa staðið þétt saman síðustu vikurnar

Carly segir sömuleiðis að Aaron hafi án efa bjargað lífi systur sinnar þar sem æxlið hefði haldið áfram að vaxa óáreitt ef hann hefði ekki komið auga á það.

Aaron segir í samtali við Daily Mail að hann hafði í fyrstu verið með samviskubit yfir því að hafa sagt frá þykkildinu í hálsinum á systur sinni þar sem allir hefðu verið í svo miklu uppnámi. Hann segist þó skilja það núna hversu mikilvægt það var að segja frá.

Hér má sjá sögu fjölskyldunnar sem er að safna fjármagni fyrir meðferð Amy á GoFundMe

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“

Ræddi við meðlimi íslenska furry-samfélagsins og lærði mikið – „Bara venjulegt fólk með skemmtilegt áhugamál“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu