fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

159 létust í eldsvoðanum í Scandinavian Star – Telja sig hafa nýjar upplýsingar sem varpa ljósi á málið

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. júní 2018 06:27

Scandinavian Star. Mynd:Wikimedia Commons/Terje Fredh / Sjöhistoriska museet

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir 28 árum kom upp eldur í ferjunni Scandinavian Star sem var á leið frá Osló í Noregi til Frederikshavn í Danmörku. 159 manns létust í eldsvoðanum í þessu 141 metra langa skipi. Hvorki dönsk né norsk yfirvöld hafa getað skorið úr um af hverju kveikt var í ferjunni eða hver kveikti í henni. En nú segjast aðstandendur nokkurra þeirra sem létust hafa ný gögn undir höndum sem varpi nýju ljósi á málið.

Þetta kemur fram í Århus Stiftstidende. Blaðið hefur skjöl undir höndum sem sýna að skipið var aðeins tryggt til og með þess dags sem það kviknaði í því. Einn ættingjanna, Mike Axdal, segist einnig vera með gögn undir höndum sem bendi til að tryggingasvik hafi verið ástæðan fyrir að kveikt var í ferjunni.

Blaðið hefur eftir Axdal að umfangsmikil gögn, sem benda til tryggingasvika, liggi fyrir í málinu en rannsóknin hafi aldrei beinst að hugsanlegum tryggingasvikum. Skjölin sýna að 7. apríl var síðasti dagurinn sem trygging skipsins var í gildi. Þetta styrkir grunsemdir Axdal um að tryggingasvik hafi verið ástæða íkveikjunnar en rannsókn leiddi í ljós að kveikt var í henni.

Axdal segist vera með hljóðupptöku undir höndum þar sem tryggingamiðlari játi nánast að kveikt hafi verið í ferjunni.

Eldsupptökin og allar kringumstæður hafa verið ágreiningsefni allt frá því að eldurinn kom upp. Um tíma var talið að nafngreindur flutningabílstjóri hefði kveikt í en síðar var fallið frá þeim ásökunum. Enginn hefur því verið dreginn til ábyrgðar fyrir þennan mannskæða eldsvoða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta