fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Neyddu konur frá Nígeríu til vændis – Hótuðu þeim með vúdú

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 11. júní 2018 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með fögrum fyrirheitum um vinnu voru tvær nígerískar konur blekktar til að fara til Svíþjóðar. Þeim hafði verið lofað vinnu í Malmö en aldrei stóð til að þær færu að vinna á almennum vinnumarkaði heldur áttu þær að stunda vændi og voru þær seldar mansali. Fyrir helgi voru karl og kona dæmd í fangelsi fyrir að hafa neytt konurnar til að stunda vændi en þau hótuðu konunum með vúdú.

Konurnar fengu lánaða peninga hjá fólkinu til að kaupa farmiða til Svíþjóðar og skulduðu þeim þar með peninga. Þeim var síðan hótað að þær myndu deyja af völdum juju, sem er nígerísk útgáfa af vúdú, ef þær greiddu skuldina ekki til baka með því að stunda vændi.

Sænska ríkisútvarpið hefur eftir Lisa Green, sem vinnur við aðgerðir gegn mansali, að hótanir um að vúdú verði beitt geti verið áhrifaríkar gegn konum frá ákveðnum svæðum í Nígeríu. Juju er framkvæmt af valdamiklu fólki og konurnar eiga erfitt með að verjast því þar sem þær trúa á vúdú.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir mansal og peningþvætti en konan var dæmdi í þriggja og hálfs árs fangelsi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi