fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Enn eitt gagnaverið til Danmerkur – Sjötta stóra gagnaverið

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. júní 2018 20:30

Gagnaver þurfa mikið rafmagn. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönum hefur tekist að laða enn eitt gagnaverið til landsins en það verður sjötta stóra gagnaverið sem reist verður í Danmörku. Þetta nýja gagnaver verður enginn smásmíði því það mun verða 250.000 fermetrar en það svarar til um 35 knattspyrnuvalla. Það mun rísa nærri bænum Andrup við Esbjerg á vesturströnd Jótlands.

JydskeVestkysten skýrir frá þessu. Blaðið segir ekki hafa verið greint frá hvaða fyrirtæki stendur á bak við þetta gagnaver en búið er að kaupa land undir það og verið er að gera deiluskipulag svo hægt verði að reisa gagnaver á landinu. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs.

Apple opnar gagnaver nærri Viborg á næsta ári og annað er í burðarliðnum  á vegum Apple nærri Aabenraa á Suður-Jótlandi. Google ætlar einnig að reisa gagnaver við Aabenraa og hefur keypt land þar. Google hefur einnig keypt land undir gagnaver nærri Fredericia á Jótlandi.

Facebook hefur tryggt sér lóð undir gagnaver nærri Óðinsvéum á Fjóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kjúklingur og kókaín

Kjúklingur og kókaín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision

Óttast að ISIS láti til skarar skríða í Svíþjóð vegna Eurovision
Pressan
Fyrir 2 dögum

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús

Merk uppgötvun í 100 ára ómerktri gröf í kirkjugarði við geðsjúkrahús
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“

Þrjár konur smitaðar af HIV eftir „Vampírumeðferð“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks

Sérfræðingur kemur með óvæntar upplýsingar um baðferðir fólks