fbpx
Laugardagur 21.september 2024
Fókus

Richard Branson hætt kominn: „Ég hélt ég myndi deyja“

Lenti í hjólreiðaslysi á Bresku Jómfrúreyjunum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 26. ágúst 2016 13:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur fleytt Branson langt í lífinu.
Rétt hugarfar Hefur fleytt Branson langt í lífinu.

Breski auðkýfingurinn Sir Richard Branson slasaðist talsvert þegar hann féll af reiðhjóli sínu á Bresku Jómfrúreyjum á mánudag. Branson var á mikilli ferð þegar hann datt og líklega hefur hjálmur sem hann var með á höfðinu bjargað því að ekki fór verr.

Branson, sem er 66 ára, var í hjólreiðaferð með tveimur uppkomnum börnum sínum, Holly og Sam, þegar ósköpin dundu yfir. Hann var fluttur til Miami þar sem hann gekkst undir rannsóknir, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Hann tognaði á liðböndum í hné og hruflaðist í andliti og á öxlinni.

Branson sagði frá þessu á heimasíðu sinni í morgun og þar birti hann einnig myndir af áverkunum sem hann hlaut. „Ég hélt að ég myndi deyja,“ segir Richard um það sem flaug í gegnum huga hans þegar hann áttaði sig á hvað var í vændum.

Branson var á leið niður nokkuð bratta brekku þegar hann missti stjórn á hjólinu. Ekki mátti miklu muna að hann færi niður snarbratta hlíð sem liggur við hlið götunnar sem slysið varð á. Hjólið fór að minnsta kosti þá leið.

Branson dvelur reglulega á Bresku Jómfrúreyjum en þar á hann litlar en afskaplega fallegar eyjur sem hann notar óspart til að safna kröftum. Branson segist vera þakklátur fyrir að vera nokkuð heill heilsu. „Hugarfar mitt er þannig að ef ég dett á andlitið, þá þýðir það samt að ég er að þokast áfram. Allt sem þarf að gera er að standa upp og reyna aftur,“ segir þessi athyglisverði aukýfingur í færslu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Konur fylgja 6-6-6 reglunni til að finna hinn eina rétta – En virkar hún í alvöru?

Konur fylgja 6-6-6 reglunni til að finna hinn eina rétta – En virkar hún í alvöru?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg bendir á merkilega staðreynd um sjálfan sig – „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir“

Kristján Berg bendir á merkilega staðreynd um sjálfan sig – „Eitthvað sem mig óraði ekki fyrir“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hittust í hádegismat og Affleck gat ekki látið hana vera

Hittust í hádegismat og Affleck gat ekki látið hana vera
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk á sig handrukkara fyrir að benda á illa fengnar snyrtivörur í íslenskri verslun – „Það er bara ekkert eftirlit“

Fékk á sig handrukkara fyrir að benda á illa fengnar snyrtivörur í íslenskri verslun – „Það er bara ekkert eftirlit“