fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Er þetta ömurlega veður að gera út af við þig? Danir glíma líka við undarlegt veður þessar vikurnar – Stefnir í ótrúlegt met

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 25. maí 2018 06:44

Mynd:Tom Grundy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rigning, rok, lægðir sem helst minna á haustlægðir en skella á að vori, kuldi og eiginlega bara hundleiðinlegt veður. Á þennan hátt minnast margir veðurfarsins í maí en það hefur ekki verið ýkja spennandi. Danir hafa líka sinn djöful að draga í þessum efnum en þar stefnir í ótrúlegt veðurfarsmet í maí.

Frá því að danska veðurstofan, DMI, hóf mælingar fyrir 145 árum er hæsti meðalhiti sem mælst hefur í maí 13,8 gráður en það var 1889 sem svo hlýtt var. En nú er ekkert annað í kortunum en að þetta met verði slegið og það hraustlega eða um allt að eina gráðu.

Veðrið hefur, að margra mati, leikið við Dani í mánuðinum en hann hefur verið mjög hlýr, sólríkur og úrkoman mjög lítil, langt undir meðaltali. Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mikael Scharling, loftslagsfræðingi hjá DMI, að meðalhitinn í maí verði 14,6 til 14,8 gráður. Gamla metið fellur því örugglega. Meðalhitinn í maí á árunum 2006 til 2015 var 11,3 gráður svo hér er um mikla hækkun að ræða.

Samkvæmt viðmiði dönsku veðurstofunnar þá telst veðurfræðilegur sumardagur hafa náðst ef hitinn fer yfir 25 gráður einhversstaðar í landinu. Á síðasta ári gerðist það 11 sinnum, það sem af er 2018 hefur það gerst 11 sinnum!

En sólinni og hitanum fylgir ekki eintóm gleði því þurrkar eru farnir að gera vart við sig og bændur hafa áhyggjur af uppskerunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?

Verður maður hamingjusamari við að gera sér upp bros?
Pressan
Í gær

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband

NASA birtir myndir af spegilsléttum hraunpolli á yfirborði Io – Myndband
Pressan
Fyrir 2 dögum

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bankabækur Dana tútna út

Bankabækur Dana tútna út
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi