fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Margar konur saka Morgan Freeman um kynferðislega áreitni: „Reyndi að lyfta pilsinu og spurði hvort ég væri í nærbuxum“

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 16:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta konur hafa stigið fram og sakað leikarann Morgan Freeman um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Frá þessu greinir CNN en um er að ræða atvik sem áttu sér yfirleitt stað á tökustað.

Ein þessara kvenna taldi sig hafa landað draumastarfinu þegar hún fékk vinnu við myndina Going In Style sumarið 2015. Í myndinni fara Morgan Freeman, Michael Caine og Alan Arkin með hlutverk bankaræningja sem komnir eru af léttasta skeiði.

Konan segir að í nokkra mánuði hafi hún mátt þola áreiti af hálfu Freemans. Hún segir að hann hafi sagt óviðeigandi hluti um útlit og líkama hennar og strokið henni á óviðeigandi hátt. Þetta gerðist ítrekað og jafnvel daglega, að sögn konunnar.

„Hann reyndi að lyfta pilsinu í eitt skipti og spurði hvort ég væri í nærbuxum,“ segir konan um eitt atvikið. Hún segir að Freeman hafi aldrei tekist að lyfta pilsinu – hann hafi þó snert það og reynt að lyfta því. Konan segir að Alan Arkin hafi tekið eftir þessu í eitt skiptið og beðið Freeman að hætta. Þá hafi Freeman orðið vandræðalegur og ekki vitað hvað hann ætti að segja.

Þetta er ekki eina ásökunin eins og að framan greinir. Önnur kona sem CNN ræddi við vann við tökur á myndinni Now You See Mee árið 2012. Hún segir að Freeman hafi áreitt hana kynferðislega ítrekað á tökustað. Þá kvaðst hún vita um aðra konu sem sagði farir sínar ekki sléttar af samskiptum við leikarann. Um var að ræða athugasemdir sem vörðuðu útlit og líkamsvöxt kvennanna.

Morgan Freeman er orðinn áttræður og hann hefur um árabil verið í hópi virtustu og vinsælustu leikara Hollywood. Hann vann til Óskarsverðlauna árið 2004 fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir myndina Million Dollar Baby. Þá hefur hann í fjögur önnur skipti verið tilnefndur til Óskarsverðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn

Skipstjórinn dæmdur í fjögurra ára fangelsi eftir harmleikinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu

Dæmd í þriggja ára fangelsi fyrir ofbeldi gegn fjórum kærustum sínum – Ein man bragðið af byssuhlaupinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum

Reyndi að svindla á reglunum varðandi samakstur – Lögreglan sá við honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga

Ertu að taka inn lyf að staðaldri? – Þá er þetta gott að hafa í huga