fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Lögregla engu nær um hvarf milljarðamærings og glaumgosa

Ritstjórn Pressunnar
Fimmtudaginn 24. maí 2018 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum og Malasíu leita nú að kaupsýslumanninum Jho Low vegna gruns um aðild að umfangsmiklu peningaþvætti. Óhætt er að segja að síðustu ár hafi verið býsna skrautleg í lífi Low sem hefur verið sagður í tygjum við stjörnur á borð við Paris Hilton og Miröndu Kerr.

Til að gera langa sögu stutta tengist málið fjárfestingasjóði í Malasíu, 1Malaysia Development Berhad Fund, eða 1MDB, sem komið var á laggirnar árið 2009 af Najib Razak, þáverandi forsætisráðherra Malasíu. Markmið sjóðsins var að blása lífi í hagkerfi Malasíu og var Low einn af stjórnendum sjóðsins ásamt æskuvini sínum, Riza Aziz, stjúpsyni forsætisráðherrans.

Sjóðurinn virðist hafa verið notaður í ýmsilegt misjafnt og er Low talinn hafa farið ansi frjálslega með fjármunina sem í honum voru. Þannig er hann sagður hafa keypt skartgripi fyrir níu milljónir Bandaríkjadala sem hann gaf fyrirsætunni Miröndu Kerr eftir skilnað hennar og Orlando Bloom. Þá hefur sjóðurinn flækst inn í peningaþvættismál sem tengist myndinni The Wolf of Wall Street, en talið er að Red Granite Pictures, sem framleiddi myndina árið 2013 og er í eigu umrædds fjárfestingasjóðs, hafi notað myndina til að þvætta peninga.

Lögregla hefur eðli málsins samkvæmt viljað ná tali af Low vegna málsins en eftir að rannsókn hófst í Malasíu hefur það reynst þrautin þyngri. Hann er horfinn frá Malasíu og hefur ekkert til hans spurst í þó nokkurn tíma. Er talið hann sé í felum í Taívan, Bangkok, Maká eða Sjanghæ. Yfirvöld í Malasíu hafa haldlagt lúxussnekkju í hans eigu – sem var innréttuð úr gulli að einhverju leyti – og þá var lagt hald á 72 skjalatöskur sem innihéldu reiðufé, skartgripi og dýrar lúxusvörur.

Óhætt er að segja að Low hafi lifað sannkölluðu lúxuslífi á undanförnum árum og umgengist fjölmargar þekktar stjörnur úr Hollywood. Má þar nefna Paris Hilton sem eyddi með honum viku á snekkju um árið og Miranda Kerr, en um tíma var uppi orðrómur um að þau ættu í ástarsambandi. Þá sat hann fyrir á myndum með Leonardo DiCaprio og var tíður gestur á síðum slúðurblaðanna vestan hafs.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar

Skar höndina af móður sinni til að hann gæti notað fingur hennar til að taka pening út af bankareikningi hennar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta

Prófessor segir að háskólanemar stundi ekki nógu mikið kynlíf og það ýti þeim út í þetta