fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Pressan

Myndband – Hágrét þegar hún frétti að henni væri ekki boðið: „Þú verður að vera konungborin til að fara í brúðkaupið“

Ari Brynjólfsson
Sunnudaginn 20. maí 2018 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki auðvelt að frétta að manni sé ekki boðið. Það á sérstaklega við í tilviki Lolu Brown, stúlku sem var búin að hlakka svo til að fara í brúðkaup Harry Prins og Meghan Markle í gær. Það var ekki fyrr en hún spurði mömmu sína hvenær þær ætluðu að finna kjól að hún frétti að hún fengi ekki að fara þar sem konunglega brúðkaupið er aðeins fyrir kóngafólk og þá frægu. Myndbandið rataði á Facebook þar sem meira en 1,4 milljón hefur séð það og 22 þúsund manns líkar við það.

„Ég var búin að hlakka svo mikið til,“ segir Lola við móður sína. Svo virðist sem málið byggist á misskilningi, móðir hennar hafi sagt Lolu að þær ætluðu að horfa á konunglega brúðkaupið í sjónvarpinu og svo spurt hvort henni hlakkaði ekki til að fara í teboð í skólanum.

„Þú verður að vera konungborin til að fara í brúðkaupið,“ sagði móðir hennar. Sem betur fer endaði þetta vel og Lola var sátt við að horfa á brúðkaupið í sjónvarpinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á

Marsþyrla NASA er með „lokagjöf“ handa mannkyninu – En það er einn hængur á
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru