fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

ATVINNULÍFIÐ: Af hverju vilja atvinnurekendur ekki ráða afburða klárar konur í vinnu?

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 14. maí 2018 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó ótrúlegt megi virðast hafa nýjar rannsóknir í félagsvísindum leitt í ljós að það gagnast konum ekki endilega að leggja hart að sér í námi svo þær fái háar einkunir.

Sérstaklega ekki ef þær hafa menntað sig á sviðum sem hingað til hafa talist karllægari en önnur.

Að flestra mati eru þetta mjög niðurdrepandi fréttir en engu að síður raunveruleikinn ef marka má mjög nýlega rannsókn sem var gerð af Natöshu Quadlin, lektor í félagsfræði við Háskólann í Ohio en rannsóknin var birt í American Sociological Review á dögunum.

Árum saman hafa rannsóknir í félagsvísindum sýnt fram á, að stelpur og ungar konur standa sig betur á öllum námsstigum. Bæði í grunn -og framhaldsskóla. Rannsóknir sýna einnig fram á að karlar sem hefja háskólanám eru líklegri til að hætta í náminu meðan konurnar ná að klára það. En hvað græða stelpurnar á þessu?

Bjó til falskar ferilskrár

Að námi loknu blæs þó yfirleitt mun byrlegar fyrir körlum en konum, og þá gildir einu hvort stelpurnar hafi staðið sig vel eða ekki.

Karlar með miðlungs einkunir eru reyndar jafn líklegir og konur með miðlungs einkunir að vera boðaðir í viðtöl en um leið og karlar hafa afburða góðar einkunir aukast möguleikar þeirra á næsta viðtali, og þar með ráðningu, til muna. En hér koma vondu fréttirnar…

Konur með háar einkunir eiga mun minni möguleika á því að vera boðaðar í næsta viðtal en konur sem hafa miðlungs einkunir.

Til að komast að þessum ömurlegu niðurstöðum útbjó áðurnefnd Quadlin ferilskrár sem innihéldu mjög svipaða forsíðu, innihald og áhugamál og þær sendi hún á 261 fyrirtæki sem auglýsti eftir starfsfólki og setti fram ákveðnar hæfniskröfur. Það eina sem var ekki eins í þessum ferilskrám voru kyn umsækjendanna.

Rétt er að taka fram að hér var ekki um „alvöru“ umsækjendur að ræða heldur ímyndaðar persónur sem Quadlin bjó til í þeim tilgangi að fá úr þessu skorið.

Kona má vera klár, en ekki „of“ klár

Í ljós kom að atvinnurekendur virtust alls ekki vera að leita að vel gefnum konum með framúrskarandi einkunir. Miklu meira máli virtist skipta að konurnar væru þægilegar og viðkunnalegar „agreeable“ fremur en snjallar.

Sömu eiginleikar, eða það að vera „næs og kammó“ virtist ekki skipta neinu máli þegar kom að karlmönnum.

Karlar eru metnir að verðleikum sem fræðimenn og fagmenn meðan mikil áhersla er lögð á að konur séu „næs“ og þægilegar.

„Okkur langar að trúa því að við höfum náð árangri þegar kemur að jafnréttismálum kynjanna en niðurstöðurnar okkar sýna svart á hvítu að svo er ekki,“ segir Quadlin.

„Rannsóknin bendir til þess að konur sem ekki eyða ekki of miklum tíma í fræðistörfin en eru „mátulega vel gefnar“ hafa forskot á konur sem skara fram úr í námi.“

Hún komst einnig að því að versta útkoman var hjá konum sem höfðu náð framúrskarandi árangri á sviðum sem karlar hafa hingað til verið mest áberandi á. Til dæmis í stærðfræði. Karlar sem meistaragráðu í stærðfræði og fengu hæstu einkunnir voru í 25 prósentum tilvika boðaðir í næsta viðtal meðan  kvenkyns stærðfræðingar sem höfðu sömu einkunnir fengu aðeins svar í átta prósentum tilvika.

Meira um þessa rannsókn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima

Hyldýpi – Þeysireið um myrkur mannheima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Agnes selur einstaka Parísarhæð

Agnes selur einstaka Parísarhæð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“

Vikan á Instagram: „Hotmömmubikinígellustælar, það má líka“