

Þessi ljósmynd úr Guardian fer eins og eldur í sinu um samskiptamiðla. Hún sýnir drukkið fólk í Manchester á nýársnótt. Bretar eru meðal þeirra þjóða sem fara hvað verst með áfengi, þarna liggur ofurölvi fólk eins og hráviði. Myndefnið er semsagt fremur óvenjulegt, yfirleitt eru myndir af þessu tagi ekki birtar – það væri sjálfsagt hægt að taka myndir ekki ósvipaðar þessu í Reykjavík um helgar.
Líkt og Bretar drekka Íslendingar sig út úr um helgar. Almennt drekka Betar þó mun meira áfengi en Íslendingar, því þeir stunda bæði dagdrykkju og helgarfyllerý.
En það sem menn staldra við er myndbyggingin, komposisjónin, í Guardian er sagt að ljósmyndin sé eins og „fallegt málverk“.

Menn hafa svo tekið sig til og breytt ljósmyndinni á ýmsa vegu. Hér er hún sem vatnslitamynd.

Og svo er hérna maðurinn í bláu fötunum á miðri myndinni, í dálítið öðru samhengi.
