fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Eyjan

Einkavinakapítalismi?

Egill Helgason
Þriðjudaginn 18. ágúst 2009 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Steinsson, hagfræðingur í New York, setti þessa athugasemd inn á vefinn:

— — —

Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans segir (á vísi.is):

„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar,”

En er það allt of sumt? Ætlar skilanefndin einungis að ganga að veðunum en láta honum eftir það sem eftir stendur? Ef fyrirtæki Magnúsar eru gjaldþrota, er ekki nær að bankinn leysi þau til sín og selji þau hæstbjóðanda? Annað er held ég ekkert annað en sami “crony capitalisminn” og sá sem var við lýði fyrir hrun.

Ég minni í þessu sambandi á hugmynd sem Þórlindur Kjartansson
setti fram í vor:

“Best væri ef ráðherrar gerðu viðamiklar kröfur um gagnsæi þegar til
niðurfellingar krafna kemur. Setja ætti sem skilyrði fyrir
niðurfellingu krafna að allar upplýsingar um fjárhagsstöðu viðkomandi
fyrirtækis væru gerðar opinberar eins og gert er í gjaldþroti.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu