

Gjörið svo vel. Amerísk menning eins og hún gerist best. Aretha Franklin, drottning soultónlistarinnar, syngur lag eftir hina óviðjafnanlegu Carol King. Þetta er engu líkt.
Aretha byrjaði feril sinn sem gospel söngkona í kirkju föður síns í Memphis í Tennessee. Hún er afrískur-ameríkumaður.
Carol King er afkomandi gyðinga sem bjuggu í New York. Hún er höfundur margra vinsælla laga sem allir þekkja.
Þetta er frá Kennedy Center í Washington í gærkvöldi. Meðal áhorfenda er Obama forseti sem sést þurrka tár úr auga.
Jú, þetta er fjölmenning, amerísk menning – og menning vorra tíma. Og gæsahúð.