fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Árið sem er að líða

Egill Helgason
Miðvikudaginn 30. desember 2015 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pressan hafði samband við mig og bað mig að svara nokkrum spurningum um árið sem er að líða. Sum svörin áttu að birtast undir nafni en önnur ekki.

Ég birti svörin hérna, enda held ég að Pressan sé búin að moða úr þeim – þetta eru bæði svörin sem birtust nafnlaust og svo hin sem voru merkt mér.

Sigurvegari ársins?

Sigurvegari ársins hlýtur að vera Jón Gnarr. Að fara frá því að vera grínisti yfir í að vera borgarstjóri í einu stökki er sérstakur árangur. Og svo má ekki gleyma rannsóknarnefnd Alþingis sem skilaði glæsilegu starfi.

Tapari ársins?

Jóhanna Sigurðardóttir. Tök hennar á landstjórninni eru veik og þar stendur tvennt upp úr, þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave þar sem hún reyndist vera alveg úr takti og tafirnar við að leysa skuldavanda heimila. Og fyrrum stjórnendur bankanna, það kemur í ljós að viðskilnaður þeirra var enn skelfilegri en nokkurn grunaði.

Afleikur ársins?

Að ekki skyldi vera gengið fram af meiri ákveðni við að taka á skuldavanda heimila. Það er mikið klúður hvernig hefur verið tekið á því máli.

Besta ákvörðun ársins?

Skipan rannsóknarnefndar Alþingis og birting skýrslunnar frá henni. Þetta er óhemju vandað og traust plagg þar sem ekkert er dregið undan, grundvallarrit. Hins vegar má gera athugasemdir við hvernig var síðan farið með efni skýrslunnar – og þá staðreynd að Geir Haarde er einn dreginn fyrir dóm meðan t.d. Davíð Oddsson og Ingibjörg Sólrún sleppa.

Endurkoma ársins?

Það hlýtur að vera Ólafur Ragnar Grímsson. Það er samt dálítið skuggaleg tilhugsun ef hann ætlar að reyna að sitja áfram kjörtímabil í viðbót.

Óvæntasti atburðurinn?

Kosningasigur Besta flokksins.

Besti viðburður ársins?

Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis var gagnmerkt plagg um hrunið og íslenskt samfélag, unnið af heilindum og visku.Tvær þjóðarakvæðagreiðslur teljast algjörar nýungar á Íslandi, annars vegar um Icesave og hins vegar til stjórnlagaþings. Það gæti verið partur af merkilegri þróun.

Versti viðburður ársins?

Gosið í Eyjafjallajökli minnti okkur á óblíð náttúruöfl – og einhvern tíma er víst að kemur gos sem verður stærra og veldur meiri spjöllum. Hvar sem maður fór í útlöndum vissi fólk um eldgosið. En um leið fann maður fyrir samstöðu meðal þjóðarinnar á tíma gossins – og það var gleðilegt.

Hvað einkenndi árið 2010?

Ósætti, sundurlyndi, úlfúð og gagnkvæmar ásakanir, erfið þjóðfélagsumræða – vonir um að úr kreppunni risi einhvers konar nýtt og breytt Ísland sýnist mér að eigi erfitt uppdráttar.

Hvernig sérðu árið 2011 fyrir þér?

Ég er að vona að þetta verði árið sem Ísland getur lýst því yfir að kreppunni sé lokið. Umræðan má gjarnan verða jákvæðari og sanngjarnari, en um leið verðum við að passa okkur á að læra af sögu síðustu ára. Þar mun mæða mikið á Stjórnlagaþinginu og margt veltur á því að þar takist vel til.

(Ég tek svo fram að það er frábært að björgunarsveitamaðurinn Þórður Guðnason skuli vera valinn maður ársins á ýmsum fjölmiðlum eins og til dæmis Rás 2. Afrek hans þegar hann bjargaði litlum dreng úr jökulsprungu lýsir eins og skært ljós.)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt