


Leikarinn Will Ferrell gaf mjög opinskátt svar um hvers vegna söngkonan Mariah Carey var klippt út úr nýjustu myndinni hans. Carey átti að leika lítið hlutverk í myndinni The House og taka lagið. Í þættinum Watch What Happens Live með Andy Cohen sagði Ferrell hvers vegna hún verður ekki í myndinni.
Samkvæmt Ferrell átti hún að taka upp í einn dag, hún mætti fjórum tímum of seint og kom með allskonar kröfur sem enginn gat orðið við.
„Hún sagði bara „ég ætla ekki að gera þetta“ þó hún hefði fyrir löngu búin að samþykkja handritið,“
segir Ferrell. Hún hafi svo viljað taka annað lag en var áætlað og heimtaði að það væri fyllt lambakjöt í hjólhýsinu sínu. Hann beið og beið eftir að vera kallaður í tökur:
„Svo klukkan ellefu um kvöldið var mér sagt að fara heim.“

Leikarinn Rob Huebel ræddi ítarlegar um málið á útvarpstöðinni SiriusX:
„Það átti s.s. að skjóta hana, í myndinni ekki alvöru. Hún vildi það ekki og sagði „á persónan mín bara að deyja út frá byssukúlum? Má ég ekki frekar vera eins og Wonder Woman og vera ekki skotin?“ Það var sagt við hana „Mariah, það er enginn tími til að gera það. Það er verið að borga þér stórfé fyrir koma í einn dag. Gerðu þetta bara“.
Carey hefur ekki viljað ræða opinberlega um kvikmyndina The House.