Sigurganga Aston Villa með Birkir Bjarnason í byrjunarliðinu hélt áfram í dag.
Birkir og félagar unnu þá 3-2 sigur á Burton á heimavelli í Championship deildinni.
Birkir lék allan leikinn en hann hefur verið að spila sem varnarsinnaður miðjumaður. Villa er mð 56 stig í þriðja sæti deildarinanr en liðið er á miklu skriði.
Cardiff sem er enn án Arons Einars Gunnarssonar vann 1-4 sigur á Leeds á útivelli.
Jón Daði Böðvarsson var í byrjunarliði Reading er liðið tapaði á heimavelli, 0-2 gegn Milwall.