Jose Mourinho stjóri Manchester United er sagður vilja styrkja miðsvæðið sitt í sumar.
Michael Carrick mun leggja skó sína á hilluna, Marouane Fellaini neitar að gera nýjan samning og Ander Herrera gæti farið.
Í dag er sagt frá því að Mourinho horfi til Arturo Vidal miðjumanns FC Bayern.
Vidal mun eiga ár eftir af samningi sínum við Bayern í sumar og gæti verið hægt að kaupa hann.
Bayern er að fá Leon Goretska frá Schalke og því möguleiki á að kaupa Vidal.