fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433

Jóhann Berg: Frábær úrslit fyrir okkur

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 3. febrúar 2018 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City heimsótti Burnley í dag í ensku úrvalsdeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn hjá Burnley.

Danilo skoraði fyrra mark leiksins á 22 mínútu en það kom eftir stutta hornspyrnu. Boltinn kom út til Danilo sem var fyrir utan teiginn, bakvörðurinn hamraði honum upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Nick Pope í marki Burnley.

Bæði lið fengu góð færi til að skora í síðari hálfleik og átti Jóhann Berg nokkrar öflugar fyrirgjafir sem samherjar hans nýttu sér ekki. Það var svo á 82 mínútu leiksins sem Jóhann Berg tryggði Burnley gott stig. Hann mætti á fjærstöngina og kláraði vel framhjá Ederson í marki City.

,,Þetta var frábært bolti frá Lowton, við vorum inni í leiknum allan tímann. Það er gaman að skora,“ sagði Jóhann Berg.

,,Ederson var góður, við fengum færi og skoruðum, 1-1 eru frábær úrslit fyrir okkur.“

,,Í fyrri hálfleik var þetta erfitt, það er erfitt að pressa þá því þeir vilja spila boltanum út frá markverði. Við vorum góðir í seinni hálfleik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags

Stórtíðindi af andstæðingum Íslands að morgni leikdags
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi

Sjö stór nöfn sem Marinakis er með á blaði fyrir starfið hjá Forest – Rak Nuno í gærkvöldi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar

Kaldar kveðjur frá Bayern til Jackson – Nánast útilokað að félagið kaupi hann næsta sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“

„Það verður erfitt en við reynum að gera það einhvern veginn“