Manchester City heimsótti Burnley í dag í ensku úrvalsdeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn hjá Burnley.
City hefur oft spilað betur en sömu sögu er að segja af Burnley sem hefur eftir leikinn ekki unnið í síðustu níu deildarleikjum. Danilo skoraði fyrra mark leiksins á 22 mínútu en það kom eftir stutta hornspyrnu. Boltinn kom út til Danilo sem var fyrir utan teiginn, bakvörðurinn hamraði honum upp í hægra hornið. Óverjandi fyrir Nick Pope í marki Burnley.
Bæði lið fengu góð færi til að skora í síðari hálfleik og átti Jóhann Berg nokkrar öflugar fyrirgjafir sem samherjar hans nýttu sér ekki.
Það var svo á 82 mínútu leiksins sem Jóhann Berg tryggði Burnley gott stig. Hann mætti á fjærstöngina og kláraði vel framhjá Ederson í marki City.
Smelltu hér til að sjá markið
Burnley – https://t.co/Yx9b2EZQfP 1:1(Gudmundsson) pic.twitter.com/WeUP7TSDby
— Petro99 (@Petro993) February 3, 2018