Tosin Adarabioyo leikmaður Manchester City er eftirsóttur af landsliðum þessa dagana.
Adarabioyo hefur spilað fyrir U19 ára landlið England og nú er barist um kappann.
Auk þess að geta spilað fyrir England þá getur Adarabioyo spilað fyrir Nígeríu.
Báðar þjóðir reyna að sannfæra þennan 20 ára gamla varnarmann um að velja sig.
Englendingar munu ekki nota Adarabioyo í bráð en hann gæti fljótlega fengið tækifæri hjá Nígeríu.