Æfingasvæði Manchester City verður lokað fram á miðvikudag svo að leikmenn safni orku.
Pep Guardiola stjóri City gefur öllum fjögurra daga frí eftir leikinn gegn Burnley í dag.
Næsta æfing hjá leikmönnum City verður á seint á miðvikudag og því er fríið gott.
,,Við lokum æfingasvæðinu,“ sagði Guardiola.
,,Leikmenn geta ferðast, þeir geta gert það sem þeir vilja. Þeir verða að gleyma fótbolta, vera með vinum og fjölskyldu.“
,,Við hittumst svo á miðvikuag, þá hefst undirbúningur fyrir Leicester og Basel. Við þurfum smá frí.“