Arsene Wenger, stjóri Arsenal viðurkennir að hann hafi gert stór mistök þegar kemur að félagaskiptamálum Alexis Sanchez.
Sanchez yfirgaf Arsenal í janúarglugganum og samdi við Manchester United United en það var ljóst, síðasta sumar að hann ætlaði sér ekki að framlengja samning sinn við félagið.
Sanchez fór í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan en Wenger viðurkennir að hann hefði átt að selja leikmanninn, síðasta sumar.
Manchester City vildi fá leikmanninn og bauð 60 milljónir punda og Arsenal samþykkti tilboðið.
Arsenal mistókst hins vegar að finna leikmann í staðinn fyrir Sanchez og því ákvað félagið að halda honum.
Wenger segir að stærstu mistökin hafi verið að halda leikmanni hjá liðinu sem hafi verið ósáttur.