Riyad Mahrez, sóknarmaður Leiceter City mætti ekki á æfingu liðsins í gærdag.
Hann var sterklega orðaður við Manchester City í janúarglugganum en Leicester hafnaði fjórum tilboðum frá City í leikmanninn.
Mahrez var ekki sáttur með að vera ekki seldur og er nú afar ósáttur með forráðamenn félagsins en hann hefur verið duglegur að biðja um sölu frá Leicester, undanfarin ár.
Hann skrópaði á æfingu liðsins í gærdag og á hann von á 200.000 pund sekt frá félaginu vegna þessa.
Sky Sports greinir hins vegar frá því að hann hafi skrópað aftur á æfingu liðsins í dag en það verður forvitnilegt að sjá hvernig málin þróast á milli leikmannsins og félagsins.