Arsenal tekur á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 17:30.
Heimamenn eru í sjötta sæti deildarinnar með 42 stig en Everton er í því níunda með 31 stig.
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal gæti misst af leiknum vegna veikinda en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Framherjinn gekk til liðs við Arsenal á lokadegi gluggans og er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Stuðningsmenn liðsins binda miklar vonir við hann en Aubameyang hefur raðað inn mörkunum fyrir Dortmund, undanfarin ár.