fbpx
Mánudagur 08.september 2025
433

Gary Neville hefur enga trú á Chelsea og Antonio Conte

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United hefur ekki trú á Chelsea lengur og segir að félagið geti ekki barist við bestu lið úrvalsdeildarinnar.

Chelsea tapaði illa fyrir Bournemouth um helgina, 0-3 og situr liðið nú í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 50 stig, líkt og Liverpool sem er í þriðja sætinu.

Antonio Conte, stjóri Chelsea hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu og hefur Conte sjálfur ekki viljað útiloka það að hann sé að hætta.

„Chelsea er ekki að reyna við sömu leikmenn og City og United. Chelsea er ekki lengur í sama flokki og þessi lið, þeir eru ekki samkeppnishæfir við bestu lið deildarinnar,“ sagði Neville.

„Þeir eru að kaupa leikmenn í 3-4-2-1 leikkerfið hans Conte, öll kaupin í janúar eru sniðin fyrir þetta kerfi en hvað gerist þegar Conte hættir? Það er talað um að hann hætti í sumar og ég held að hann muni gera það.“

„Þá kemur nýr stjóri inn og fær þessa leikmenn í hendurnar. Hvað ef hann vill spila eitthvað allt annað kerfi, ég skil þetta ekki,“ sagði Neville að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi

Þjálfari Frakka segist taka eftir þessari breytingu á Íslandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans

Hitti eiginkonu Rooney í fyrsta skiptið og fór þá að ræða sæðið hans
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Af hverju spila Strákarnir okkar ekki á þjóðarleikvangi Frakka?

Af hverju spila Strákarnir okkar ekki á þjóðarleikvangi Frakka?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Daníel Leó um samstarfið í hjarta varnarinnar – „Það er geggjað að spila með honum“

Daníel Leó um samstarfið í hjarta varnarinnar – „Það er geggjað að spila með honum“