fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433

Hvernig fær Mourinho þá til að virka? – Þéna 640 þúsund pund á viku

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 6. mars 2018 15:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingar hafa verið duglegir að gagnrýna bæði Paul Pogba og Alexis Sanchez leikmenn Manchester United undanfarið.

Sanchez hefur ekki fundið taktinn eftir að hann kom til United og Pogba hefur ekki spilað vel síðustu vikur.

,,Það er eins og Pogba og Sanchez séu tveir krakkar á skólalóðinni,“ sagði Jamie Carragher um þá félaga eftir 2-3 sigur á Crystal Palace í gær

,,Það er eins og þeir hugsi ´Við erum bestu leikmenn liðsins og gerum bara það sem við viljum´.“

Sanchez byrjaði á vinstri kantinum í leiknum en færði sig inn á miðjuna þegar líða tók á leikinn. Pogba vill sjálfur vinna vinstra megin á miðjunni og því vinna þeir mikið á sama svæðinu.

Sanchez þénar 350 þúsund pund á viku meðan Pogba er með 290 þúsund pund á viku. Saman hafa þeir 640 þúsund pund á viku en spila ekkert sérstaklega vel þessa dagana. Hvað getur Jose Mourinho gert til að láta þá virka?

Þarf Sanchez að spila fyrir aftan framherjann svo að Pogba geti nýtt sér svæðið á vinstri vængnum?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Í gær

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum

Hvetur Salah til að ræða við Messi um lífið og tilveruna í Bandaríkjunum
433Sport
Í gær

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Í gær

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Telur að Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool