fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
Fókus

Ósáttur við eigin kynhneigð og vill deyja

Sebastien er samkynhneigður – Vill gangast undir líknardráp

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. júní 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega fertugur Belgi berst fyrir því að fá að deyja, þar sem hann segist ekki geta sætt sig við að vera samkynhneigður. Að hans sögn segist honum líða eins og fanga í eigin líkama.

Maðurinn birtist nýverið í viðtali í breska ríkissjónvarpinu, BBC, þar sem hann sagði frá líðan sinni. Í þættinum kom hann fram undir nafninu Sebastien.

Sebastien var alinn upp við rómverska-kaþólska trú og barðist móðir hans við veikindi þegar hann var ungur. Þrátt fyrir að hafa eytt samfleytt sautján árum í hinar ýmsu meðferðir, segist hann samt ekki geta sætt sig við kynhneigð sína. Af þeirri ástæðu vill hann gangast undir líknardráp sem er löglegt í Belgíu.

„Ég var mjög einmana og átti erfitt með að fara út. Ég var mjög feiminn og vildi ekki vera samkynhneigður. Ég hef alltaf hugsað um dauðann. Það er hrikalegt að þurfa að vera fangi í eigin líkama,“ sagði hann í viðtalinu um æsku sína en móðir hans glímdi við Alzheimer-sjúkdóminn. Til að Sebastien verði að ósk sinni þurfa þrír læknar að sammælast um að líknardráp sé réttlætanlegt.

Sebestian, sem kveðst laðast að ungum karlmönnum, vill að komið verði upp úrræði fyrir fólk sem ekki er sátt við eigin kynhneigð í Belgíu.

Þegar hann var spurður hvort einhverjar líkur væru á því að honum myndi snúast hugur, svaraði hann: „Ef einhver getur komið með kraftaverkalækningu fyrir mig, hvers vegna ekki. En eins og staðan er núna hef ég enga trú á því að hún komi. Ég er uppgefinn.“

Sífellt fleiri taka þá ákvörðun að enda líf sitt í Belgíu með líknardrápi. Fordæmi eru fyrir því að einstaklingar sem glímt hafa verið alvarlegt og ólæknanlegt þunglyndi hafi fengið að gangast undir líknardauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð

Björgvin Franz og Berglind selja splunkunýja íbúð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu

Svöl íbúð Prettyboitjokko til sölu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“

Segja að krónprinsinn sé öskuvondur út í mágkonuna og að til standi að svipta hana konunglegum titlum – „Vilhjálmur mun ekki umbera þetta“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu

Trump sakaður um vera með Taylor Swift á heilanum eftir nýlega ræðu í Hvíta húsinu