fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
Fókus

Lenti í skelfilegu slysi: Segir frá til að vekja fólk til umhugsunar

Auður Ösp
Mánudaginn 30. maí 2016 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Læknarnir segja að það sé algjörlega fáránlegt að ég hafi lifað þetta af, og að ég eigi að vera þakklát fyrir að vera á lífi. Mér finnst ég vera óendanlega heppin akkúrat núna,“ segir ung kona sem vonast til þess að frásögn sín muni vekja almenning til umhugsunar um mikilvægi hjálma við hjólreiðaiðkun.

Tæplega 35 þúsund manns hafa deilt frásögn hinnar dönsku Stine Wad Frisk á Facebook eftir að hún birti þar átakanlega færslu síðastliðinn föstudag, ásamt sláandi ljósmyndum af sjálfri sér. Í færslunni tekur Stine fram að hún hafi dottið harkalega af hjólinu sínu, án þess að vera með hjálm.

Hún greinir frá því að hún hafi fengið heilablóðfall eða heilaslag en læknar hafi náð að stoppa það. Þá hafi hún höfuðkúpubrotnað en brotið hafi verið lagað með „4 plötum og heilum helling af skrúfum“ eins og hún orðar það í færslu sinni.

Stine segir að jafnframt hafi brotnað bein í eyranu sem leitt hafi til heyrnaskaða og þá hafi hún hlotið sjóntruflanir á öðru auganu vegna kröftugs heilahristings. Hún er nú laus af gjörgæslu en sér fram á langa spítalavist.

„Það fyrsta sem ég mun gera þegar ég kem heim er að kaupa hjálm. Myndir þú ekki gera það sama?“ spyr Stine að lokum og bætir við að fátt myndi gera hana hamingjusamari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“

Magnús gefur nýju mynd Braga Þórs slappa dóma – „Margrét fannst mér í mesta brasinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um dulið fósturlát

Opnar sig um dulið fósturlát
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna