fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Lilja Dögg hitti Lilju Dögg: Eiga fleira sameiginlegt en nafnið

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. maí 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra er um þessar mundir stödd í Boston í Bandaríkjunum og sótti í gær ráðstefnu Amerísk-íslenska viðskiptaráðsins. Fyrir tilviljun rakst hún þar á nöfnu sínu, Lilju Dögg Jónsdóttur sem búsett hefur verið í borginni síðastliðin þrjú ár. Nafnið er þó ekki það eina sem þær stöllur eiga sameiginlegt.

Greint er frá þessu á Facebook síðu Utanríkiráðuneytisins. Auk nafnsins eiga konurnar þrennt annað sameiginlegt. Báðar eru þær menntaðar í hagfræði og báðar fóru þær til Bandaríkjanna í framhaldsnám. Auk þess deila þær afmælisdegi, en báðar eru þær fæddar þann 4.október.

Í samtali við RÚV segir Sigrún Helga Lund lektor í tölfræði að hér sé á ferð ansi mikil tilviljun, enda um óvenju margar óháðar tilviljanir að ræða. Nöfnin og menntunin eru tiltölulega óalgeng en ákveðin fylgni kann að vera á milli þess að læra hagfræði og að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. Þá gerir afmælisdagurinn tilviljunina enn áhugaverðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“

María Sigrún á batavegi en enn er töluvert eftir – „Ég hlakka svo til að geta beygt bæði hnén aftur“
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“

„Konur sem gruna karlinn um framhjáhald ráða mig til að leiða hann í gildru“