
San Jose Earthquakes eru nálægt því að ganga frá samningi við þýska sóknarmanninn Timo Werner, samkæmt helstu miðlum.
Werner, sem er 29 ára gamall, hefur átt erfitt uppdráttar á þessu tímabili hjá RB Leipzig og aðeins komið við sögu í þremur leikjum, samtals í 13 mínútur.
Hann var á láni hjá Tottenham síðustu tvö tímabil, þar sem hann skoraði þrjú mörk í 41 leik í öllum keppnum. Áður var hann á mála hjá Chelsea.
Á besta kafla ferilsins, hjá Leipzig á árunum 2016–2020, skoraði Werner 95 mörk í 159 leikjum. Hann hefur leikið 57 landsleiki fyrir Þýskaland og skorað 24 mörk. Honum tókst ekki alveg að fylgja þessum góðu árum eftir.