

Davíð Kristján Ólafsson hefur skrifað undir hjá AEL Novibet FC í grísku úrvalsdeildinni, Davíð er 31 árs varnarmaður sem kemur frá pólska félaginu KS Cracovia.
Vinstri bakvörðurinn hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út yfirstandandi tímabil.
Davíð er fæddur 15. maí 1995, er 184 cm á hæð og hóf meistaraflokksferil sinn hjá Breiðablik, þar sem hann lék 126 leiki, skoraði 7 mörk og lagði upp 5.
Í kjölfarið lék hann með Aalesunds FK í Noregi og Kalmar FF í Svíþjóð, með samtals yfir 140 leiki á Norðurlöndunum. Hann hélt þaðan til Póllands.
Davíð hefur leikið 15 landsleiki fyrir Ísland og skorað eitt mark. Hann síðasti landsleikur hans var í mars 2023 gegn Liechtenstein í undankeppni EM, þar sem hann skoraði mark og lagði einnig upp.
Hjá Cracovia lék hann frá febrúar 2024 og skilaði 5 mörkum og 7 stoðsendingum í 52 leikjum.