fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Sölvi ómyrkur í máli: „Ummæli sem voru tekin út úr rassgatinu á honum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. desember 2025 12:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Íslandsmeistara Víkings, vandaði fyrrum þjálfara sínum hjá FC Kaupmannahöfn á leikmannaferlinum ekki kveðjurnar í Dagmálum á Morgunblaðinu.

Sölvi Geir lék með FCK frá 2010 til 2013. Hann fékk lítið að spila með liðinu tímbilið 2012-2013 undir stjórn Belgans Ariel Jacobs. Sakaði hann Sölva til að mynda um að haga sér ekki eins og atvinnumanni er sæmandi.

„Ég ætla að vona að enginn leikmaður beri sömu tilfinningar til mín og ég bar til hans,“ segir Sölvi meðal annars um Jacobs.

„Hann ætlaði strax að taka á agaleysi sem hafði verið í gangi innan FCK, menn voru að fara á klúbbana og það var hiti á mönnum. Ég kom samt ekki nálægt því. Mín upplifun var sú að hann vildi jarða þessa stóru pósta innan liðsins og ég var tekinn strax á fyrstu æfingunni hans og jarðaður fyrir eitthvað, ég veit ekki hvað, ég og aðalframherji liðsins.

Eftir það var samband okkar skrítið og ég gerði líka mistök. Ég tók þessu ekki vel, fór í einhvern fýluleik og náði ekki að fela mínar tilfinningar nægilega vel. Ég tæklaði þetta þannig séð illa en að segja að ég hafi verið ófagmannlegur, það eru ummæli sem voru tekin út úr rassgatinu á honum því ég mætti á hverja einustu æfingu af 100 prósent krafti og staðráðinn í að vinna mér inn sæti í byrjunarliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf

Rekinn úr vinnu á sama tíma og hundurinn hans hvarf
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn

Nýtt mynband af Ruben Amorim vekur athygli – Öskraði af reiði á bekkinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir

Yfirmaðurinn færir Chelsea vondar fréttir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám

Eiginkonan vill flytja í stórborg sem setur framtíð hans í uppnám