
Örstuttur blaðamannafundur Pep Guardiola, stjóra Manchester City, í dag hefur vakið mikið umtal, en hann stóð aðeins yfir í 135 sekúndur.
Manchester City komst aftur á sigurbraut eftir tvö töp gegn Newcastle og Leverkusen með 3-2 sigri á Leeds á laugardag. Á morgun mæta þeir Fulham á Craven Cottage.
Guardiola svaraði sjö spurningum á stuttan hátt í dag og virtist augljóslega ekki í miklu skapi til að spjalla.
Ben Ransom hjá Sky Sports sagði blaðamannafundinn hafa verið ótrúlegan, enda með þeim styttri, ef ekki sá stysti, sem hann hefur setið.