fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Spegill Þjóðar: Ógleymanleg augnablik í hálfa öld – raddir fléttast saman

Ólafur Arnarson
Laugardaginn 22. nóvember 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýverið kom út bókin Spegill þjóðar: Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær, höfundar eru þeir Gunnar V. Andrésson ljósmyndari og Sigmundur Ernir Rúnarsson, alþingismaður og rithöfundur. Hér er á ferðinni yfirlit yfir fréttaljósmyndir frá 50 ára ferli Gunnars til ársins 2018, en þessi ástsæli blaðaljósmyndari hefur haft vakandi auga með atburðum sem gerst hafa hér á landi á hinum ýmsu sviðum mannlífsins, bæði gleðilegum og sorglegum. Sigmundur ljær myndunum nýja vídd með texta sínum, en hann hefur skrifað ljóðabækur, endurminningar, skáldsögur og viðtalsbækur. Samvinna þeirra í bókinni er einstök því raddir þeirra, hvor á sínu sviði, fléttast átakalaust saman, þar sem hvorug skyggir á hina heldur mynda eina heild, sem færir lesandanum einstaka upplifun.

Gunnar er einungis 18 ára þegar hann tekur fyrstu forsíðumyndina, sem er einnig fyrsta myndin í bókinni, en myndirnar fylgja ferli Gunnars og eru merktar ártali. Strax í upphafi má sjá að Gunnar býr yfir listrænum hæfileikum og segja má að Gunnar færi fréttaljósmyndun upp á stig listforms, því svo virðist sem myndir hans spretti ljóslifandi upp úr blaðsíðum bókarinnar. Í ljósmyndum hans er ótrúlegt samspil birtu og skugga og svo kann Gunnar þá list að fanga bæði andartakið og sjónarhornið þannig margar myndir hans eiga varanlegan sess í sameiginlegu minni fólksins hér á landi. Ef nefna á einhverjar ljósmyndir í bókinni, að öðrum ólöstuðum, má telja til dásamlega mynd af Gísla í Uppsölum, hina ógleymanlegu Vornótt í Skagafirði, svo er það myndin af hinum síkappsama Steingrími Hermannssyni í loftköstum í gifsi á stjórnarráðströppunum, allar þessar myndir eru sem greiptar í þjóðarminnið, að ógleymdri myndinni af vinunum Albert Guðmundssyni og Guðmundi jaka að tefla skák í Kringlunni í Alþingishúsinu, en marga skákina plottuðu þeir félagarnir saman.

  

Spegill þjóðar: Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær er einstaklega vegleg bók og allur frágangur afar smekklegur. Bókin geymir eitthvað á annað hundrað ljósmyndir og er 336 blaðsíður. Fátt er þægilegra á hryssingslegum eftirmiðdegi en að glugga í þennan gullmola með góðan kaffibolla sér í hönd. Spegill þjóðar: Fréttamyndir í fimmtíu ár og sagan á bak við þær eftir þá Gunnar V. Andrésson og Sigmund Erni Rúnarsson er sannkallaður kostagripur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins

Prinsessur og prakkarar verða í Bókakonfekti kvöldsins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“

Linda man eftir að hafa horft í kringum sig á aðfangadag og hugsað: „Eru þetta síðustu jólin mín?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar

Ógnvekjandi myndband sýnir hvað getur beðið kvenna sem ferðast einar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili

Þetta áttu aldrei að segja við þá sem syrgja – Frásögn konu sem missti eiginmann og son með fimm daga millibili
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn

Hárprúð dóttir Rikka G og Valdísar komin í heiminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“

Ragnhildur segir þetta kjarnann í að taka ábyrgð: „Eignaðu þér framkomu þína og skaðann sem hlaust af henni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?

Er nýtt stjörnupar að fæðast í Hollywood?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi

Lagður inn á sjúkrahús eftir dularfull veikindi