

Manchester United eru að flytja skrifstofur sínar í London í annað sinn á tveimur árum, hluti af kostnaðarlækkun sem Sir Jim Ratcliffe heldur áfram að innleiða hjá félaginu.
Samkvæmt Daily Mail mun félagið yfirgefa glæsilegar skrifstofur sínar í Kensington, sem félagið hafði tekið á 10 ára leigu árið 2023, og flytja í minni húsnæði í Covent Garden.
Starfsfólkið hefur þegar yfirgefið Kensington og vinnur heiman frá sér þar til nýja skrifstofan er tilbúin. Að sögn heimilda er staðsetningin talin hentugri, þó fluttningurinn muni einnig spara félaginu verulegan leigukostnað.
United voru fyrsta félagið utan höfuðborgarinnar til að stofna fasta aðstöðu í London, en síðan hafa fleiri norðanfélög, eins og Manchester City og Liverpool, fylgt í kjölfarið.
Kensington-skrifstofan var á efstu hæð nýbyggingar með 2.100 fermetra gólffleti og þakverönd, en nú er áherslan á minna og skilvirkara rými.