fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fréttir

Vandræðaleg mistök innflytjendastofnunar Trump – Reyndu að vísa frumbyggja úr landi

Ritstjórn DV
Laugardaginn 15. nóvember 2025 15:30

Leticia Jacobo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska innflytjendastofnun ICE gerði á dögunum þau pínlegu mistök að reyna að vísa ungri konu af frumbyggjaættum úr landi. Hin 24 ára gamla Leticia Jacobs, sem er fædd í Phoenix og tilheyrir Salt River Pima-Maricopa þjóðflokknum í Arizona, hafði gerst sek um að keyra bifreið án gildra ökuskírteina og var vistuð í fangelsi í Iowa í nokkra daga. Degi áður en hún átta að vera látin laus var móður hennar tjáð að ICE hygðist láta flytja hana úr landi. Hvert fylgdi þó ekki sögunni.

Fjölskylda Jacobs brugðust fljótt við, sendu út ákall á samfélagsmiðla og komu gögnum á framfæri við fangelsið.

Rúmlega sólarhring síðar var Jacobo sleppt úr haldi og eru útskýringar yfirvalda á þau leið að um „mannleg mistök hafi verið að ræða“. Brottflutningstilskipunin hafi gilt um annan fanga en farið fyrir mistök á Jacobo.

Fjölskylda Jacobo efast þó um að um saklaust mistök hafi verið að ræða. Frænka hennar segir að Jacobo hafi bæði haft með sér ættbálkaskírteini, tekin hafi verið af henni fingraför, persónunúmer kennar skráð og hún áður dvalið í sama fangelsi. „Af hverju yrðu svona mistök með einhvern sem hefur verið þarna áður?“ spurði hún og benti á að fleiri frumbyggjar hafi nýverið verið teknir ranglega fyrir af innflytjendaeftirliti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“

Faðir gagnrýnir borgina fyrir að kenna sólinni og fjárskorti um eftir að þrjú börn urðu fyrir bíl á sama stað – „Það er eitthvað mikið að“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“

Foreldrar Sigurðar segja sorgina ólýsanlega – „Það eru tvær dagsetningar sem hafa markað líf okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar

Segir ekki flókna ástæðu valda því að fólk drepi aðra sér til skemmtunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“

Stjórnarmaður RÚV segir pólitíska slagsíðu hafa áhrif á fréttaflutning miðilsins – „Fáránleikinn náði hápunkti hér um árið“