Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld kl. 20 í bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39 Reykjavík og í beinu streymi.
Upplestrarkvöldin eru fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks og þar myndast notalegt og hátíðlegt andrúmsloft. Léttar veitingar í boði, bóksala á staðnum og höfundar lesa og árita bækur.
Dagskrá hefst kl. 20:00 en húsið opnar 19:30 og hægt verður að koma sér vel fyrir og jafnvel tryggja sér eintak af vel völdum bókum fyrir lestra.
Þau sem lesa í kvöld eru:
Sigrún Eldjárn – Torf, grjót og burnirót Margrét Höskuldsdóttir – Lokar augum blám Þórdís Helgadóttir – Lausaletur Einar Már Guðmundsson – Allt frá hatti oní skó
Nína Ólafsdóttir – Þú sem ert á jörðu Júlía Margrét Einarsdóttir – Dúkkuverksmiðjan Sunna Dís Másdóttir – Postulín Ása Marin – Stjörnurnar yfir Eyjafirði
Streymið er hér fyrir neðan og hefst rétt fyrir kl. 20.
Verið hjartanlega velkomin á fyrsta Bókakonfekt ársins í Bókabúð Forlagsins Fiskislóð 39, fimmtudagskvöldið 6. nóvember!