
Kobbie Mainoo gæti verið á förum frá Manchester United í janúar eftir að hafa átt erfitt með að vinna sér inn fast sæti undir stjórn Ruben Amorim.
Mainoo hefur aðeins byrjað einn leik á tímabilinu, í 0-4 tapi gegn Grimsby í deildabikarnum, og komið inn af bekknum í sjö af níu deildarleikjum liðsins, samtals í aðeins 138 mínútur.
Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello Sport hefur Napoli áhuga á að fá enska landsliðsmanninn lánaðan í janúar en er einnig opið fyrir því að kaupa hann.
Talið er að Ítalíumeistararnir muni gera formlegt tilboð, en bæði Scott McTominay og Rasmus Hojlund hafa áður farið til Napoli frá United með góðum árangri.
Mainoo óskaði eftir að fara á láni í sumar en Amorim hafnaði beiðninni og sagðist vilja að hann berðist fyrir sætinu sínu. Tækifæri hins 20 ára gamla miðjumanns eru þó af skornum skammti.
Skortur á leiktíma gæti einnig haft áhrif á möguleika Mainoo á að vera í hópi Thomas Tuchel fyrir HM 2026, og því er talið að hann vilji leita á önnur mið.